Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:14 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent