Innlent

Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Sandgerði þar sem fólkið er búsett.
Frá Sandgerði þar sem fólkið er búsett. Sandgerði.is

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars.

Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá 2. apríl en hann var handtekinn fjórum dögum eftir að kona hans lést.

„Stöðugt er unnið að rannsókn málsins, en grunur leikur á því að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×