Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:27 Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Mbl.is greinir frá því að flugvél Icelandair fljúgi til Sjanghæ í fyrramálið þar sem hún muni sækja sautján tonn af lækningavörum. Flugvélin stoppar í borginni í fjórar klukkustundir og fer svo beint til baka til Íslands. Fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum í dag að Landspítalinn muni halda utan um þennan lager og dreifa honum ef á þarf að halda. „Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt stjórnarráðsins. Um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Þá er sendiráð Íslands í Kína sagt hafa unnið að því í samráði við yfirvöld hér að festa kaup á vörunum og tryggja leyfi fyrir útflutningi. Sömuleiðis hafi sendiráð Kína á Íslandi veitt aðstoð við innflutninginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Mbl.is greinir frá því að flugvél Icelandair fljúgi til Sjanghæ í fyrramálið þar sem hún muni sækja sautján tonn af lækningavörum. Flugvélin stoppar í borginni í fjórar klukkustundir og fer svo beint til baka til Íslands. Fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum í dag að Landspítalinn muni halda utan um þennan lager og dreifa honum ef á þarf að halda. „Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt stjórnarráðsins. Um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Þá er sendiráð Íslands í Kína sagt hafa unnið að því í samráði við yfirvöld hér að festa kaup á vörunum og tryggja leyfi fyrir útflutningi. Sömuleiðis hafi sendiráð Kína á Íslandi veitt aðstoð við innflutninginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira