Lífið

Dansinn hjálpar heil­brigðis­starfs­fólki að takast á við erfiðar á­skoranir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um að gera að reyna hafa gaman á milli þegar færi gefst. 
Um að gera að reyna hafa gaman á milli þegar færi gefst. 

Gríðarlegt álag hefur verið á heilbrigðisstarfsfólki Landspítala undanfarnar vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Þar vinnur starfsfólkið við erfiðar aðstæður og þurfa til að mynda að klæðast sérstökum smitvarnarklæðnaði nánast öllum stundum.

Deildirnar á Landspítala hafa verið að senda frá sér skemmtileg dansmyndbönd síðustu daga, einskonar TikTok dansmyndbönd til þess að dreifa huganum og reyna að halda andlegri heilsu í ástandi eins og þessu.

Dansar eru allir teknir upp þegar starfsfólk er búið að klæða sig í sérstakan hlífðarfatnað og tilbúið til starfa. Alltaf er haft í huga að vera sé að nota hlífðarbúnað rétt og við réttar aðstæður.

Dansinn á að lyfta andanum á vinnustöðum og hjálpa starfsfólinu að takast á við erfiðar áskoranir. Eftir smá dans fer starfsfólk og sinnir sjúklingum.

Lungnadeildin á A-6 tók nokkur dansspor.

 Bæklunarskurðdeildin B5 gefur ekkert eftir. 

COVID deildin á Sjúkrahúsinu á Akureyri tekur auðvitað þátt í dansáskorun starfsfólks í framlínu COVID-19 - faraldursins.

Hér að neðan má sjá framlag Bráðamóttökunnar. 

https://www.facebook.com/groups/1811771552312173/permalink/1815993401889988/ 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×