Lífið

Sagan af því þegar konurnar létu Gissur byrja á Facebook

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gissur græjaður á Facebook í góðum félagsskap kvenna sem stjönuðu við hann í setustofunni á Heilsuhælinu í Hveragerði í haust.
Gissur græjaður á Facebook í góðum félagsskap kvenna sem stjönuðu við hann í setustofunni á Heilsuhælinu í Hveragerði í haust. Mynd/KMU.

Stjórnendur morgunþáttarins Í bítið hófu þáttinn í morgun á því að færa áhorfendum þá sorgarfrétt að hinn ástsæli fréttamaður Gissur Sigurðsson væri látinn. Þeir Gunnlaugur Helgason og Heimir Karlsson minntust síðan langs samstarfs þeirra við Gissur í morgunútvarpinu á Bylgunni.

„Hann sagði í raun miklu meira en bara fréttir. Hann sagði sögur,“ sagði Gunnlaugur.

„Hann færði fréttamennskuna svolítið upp á annað stig. Einstakur maður, hann Gissur. Bráðfyndinn, bráðskarpur,“ sagði Heimir.

Sjá nánar hér:

Sú frétt Vísis í haust að Gissur Sigurðsson væri búinn að stofna Facebook-aðgang vakti athygli.

Sjá hér: Gissur mættur á Facebook

„Segja má að síðasta vígið sé fallið hvað varðar Íslendinga og Facebook nú þegar Gissur Sigurðsson hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðilinn og tímaþjófinn,“ sagði í fréttinni.

Gissur í góðum félagsskap í matsalnum í Hveragerði.Mynd/KMU.

„Nú er ég kominn á facebook gott fólk! Hlakka til að vera samferða ykkur,“ sagði Gissur í ávarpi sínu á samfélagsmiðlinum.

Sagan af því hvernig það kom til að Gissur fór á Facebook var sögð hér Í bítið:


Tengdar fréttir

Andlát: Gissur Sigurðsson

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.