Innlent

Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði

Andri Eysteinsson skrifar
Tvö andlát eru nú rannsökuð sem sakamál en grunur liggur á að makar kvennanna hafi orðið þeim að bana.
Tvö andlát eru nú rannsökuð sem sakamál en grunur liggur á að makar kvennanna hafi orðið þeim að bana. Vísir/Sigurjón

Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Málið snýr að andláti konu um sextugt, sem fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði síðastliðna nótt. Maðurinn var handtekinn á vettvangi eins og fram hefur komið.

Annar maður, var handtekinn á vettvangi, sá hefur verið leystur úr haldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.