Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30.

Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. Í því máli kom ekki upp grunur um saknæmt athæfi fyrr en fjórum dögum eftir lát konunnar. Fjallað verður nánar um þessi mál í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Við förum líka yfir stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins en sex hafa nú látist hér á landi vegna Covid-19 og var karlmaður fluttur þungt haldinn með sjúkraflugi frá Ísafirði í dag. Þá hefur þríeykinu sem stýrir aðgerðum vegna faraldursins hér á landi borist hótanir og hefur lögreglan aukið viðbúnað vegna þess.

Ekki berast þó aðeins slæmar fregnir því norsk stjórnvöld sögðust í dag hafa náð stjórn á faraldrinum þar í landi og víða í Evrópu virðist nú hægjast á honum.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við konu sem hefur í tvígang þurft að flýja eldgos. Fyrst þegar hún flúði Heimaeyjargosið sem barn og svo þegar hún neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.