Innlent

Yfir 1.500 nú greinst smitaðir

Kjartan Kjartansson skrifar
Á þriðja tug þúsunda sýna hafa verið tekin til þessa. Myndin er úr safni.
Á þriðja tug þúsunda sýna hafa verið tekin til þessa. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.562 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 76 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 1.486 nýjum smitum. 

Þá eru 38 nú á sjúkrahúsi og tólf á gjörgæslu vegna COVID-19. Alls hefur 460 manns batnað af veikinni. Þá eru 5.263 manns í sóttkví og 1.096 í einangrun. 12.467 manns hafa lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 27.880 manns. Fjögur dauðsföll hafa verið staðfest á vefnum Covid.is en alls hafa sex látist af völdum sjúkdómsins hér á landi

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verða á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá munu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, verða gestir fundarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×