Innlent

Yfir 1.500 nú greinst smitaðir

Kjartan Kjartansson skrifar
Á þriðja tug þúsunda sýna hafa verið tekin til þessa. Myndin er úr safni.
Á þriðja tug þúsunda sýna hafa verið tekin til þessa. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.562 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 76 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 1.486 nýjum smitum. 

Þá eru 38 nú á sjúkrahúsi og tólf á gjörgæslu vegna COVID-19. Alls hefur 460 manns batnað af veikinni. Þá eru 5.263 manns í sóttkví og 1.096 í einangrun. 12.467 manns hafa lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 27.880 manns. Fjögur dauðsföll hafa verið staðfest á vefnum Covid.is en alls hafa sex látist af völdum sjúkdómsins hér á landi

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verða á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá munu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, verða gestir fundarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.