Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:15 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Stöð 2 Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira