Menning

Bein útsending: Jesús litli

Tinni Sveinsson skrifar
Jesús litli var valin sýning ársins árið 2010.
Jesús litli var valin sýning ársins árið 2010. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða landsmönnum heima í stofu upp á skemmtun á tímum samkomubanns.

Í kvöld klukkan 20 er komið að verðlaunasýningunni Jesús litli. Sýningin var frumsýnd 20. nóvember 2009 og tekin upp fimm leikár í röð vegna vinsælda. 

„Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig landið og Heródes er settur landsstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu kemur tilskipun frá honum um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand?“ sagði á sínum tíma í lýsingu sýningarinnar.

Jesús litli var valin sýning ársins á Grímuverðlaununum 2010 auk þess sem að Bergur Þór, Halldóra, Kristjana, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og búningahöfundur, voru valin leikskáld ársins.

Klippa: Jesús litli

Einnig verður streymt frá spjalli Halldóru Geirharðsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar, um sýninguna.

Klippa: Spjall um Jesús litla

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Hystory

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í kvöld klukkan 20 verður sýnt frá leiklestri á leikritinu Hystory eftir Kristínu

Refurinn úr Gosa les Greppikló

Í dag klukkan tólf á hádegi bregður Katla Margrét Þorgeirsdóttir sér í hlutverk refsins úr Gosa og les ævintýrið um Greppikló.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.