Siggi „mætti“ í ketilbjöllutíma þrátt fyrir að vera í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Hér má sjá hópinn syngja afmælissönginn fyrir Sigurð í Laugum. vísir/vilhelm „Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
„Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira