Siggi „mætti“ í ketilbjöllutíma þrátt fyrir að vera í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Hér má sjá hópinn syngja afmælissönginn fyrir Sigurð í Laugum. vísir/vilhelm „Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
„Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira