Innlent

Mæla ekki með notkun gríma og trefla

Samúel Karl Ólason skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Lögreglan

Ekki er mælt með því að Íslendingar noti trefla til að hylja andlit sín. Ósannað sé að treflar og grímur hjálpi eitthvað og það geti gefið falska öryggiskennd og gæti þannig aukið sýkingarhættu. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, á daglegum upplýsingafundi vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Tilefni ummælanna eru aðgerðir yfirvalda í Bandaríkjunum sem hafa hvatt íbúa til að bera andlitsgrímur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur jafnvel haldið því fram að treflar hjálpi til.

Þórólfur sagði tilmæli Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna, CDC, eiga við fólk sem er í aðstæðum þar sem ekki sé hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð og er innan um fólk sem það þekkir ekki. Þá geti verið hjálplegt að vera með grímur.

„Þeir eru ekki að hvetja allan almenning til að vera með grímur. Ég held það sé gott að hafa það til hliðsjónar,“ sagði Þórólfur.

Sjá má ráðleggingar CDC hér á vef stofnunarinnar. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa þó ráðlagt fólki að bera alltaf grímur og hefur íbúum einhverra borga verið skipað að hylja andlit sín þegar þau fara út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×