Xavi og Cunillera gefa sjúkrahúsi í Barcelona eina milljón evra Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 13:30 Nuria Cunillera og Xavi vilja láta gott af sér leiða. VÍSIR/EPA Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Sjá meira
Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Sjá meira