Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:00 Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira