Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:00 Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira