Innlent

Allt að 348% verðmunur á pasta í könnun ASÍ

Mynd/Valgarður

Mikill munur var á verðlagningu milli verslana þegar Alþýðusamband Íslands kannaði verð matvöru á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudaginn eða allt að 348%.

Frá þessu er greint á heimasíðu sambandsins. Bónus var oftast með lægsta verðið, eða á 28 af 40 vörum sem teknar voru til skoðunar.

Það var hins vegar 10-11 sem oftast var með hæsta verð en þau tilvik voru 16.

Mestur verðmunur í könnuninni reyndist vera á pasta og munaði þar einum 348 prósentum. Pastað var ódýrast í Kaskó og kostaði 129 krónur en dýrast seldist það á 578 krónur í 10-11.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×