Innlent

Ráðist á konu í Kópavogi

vísir/pjetur
Ráðist var á konu, sem var ein á göngu í Kópavogi um miðnætti. Árásarmaðurinn var horfinn þegar lögregla kom á vettvang en konan leitaði sér aðhlynningar á slysadeild.

Fyrr um kvöldið réðust tveir menn á karlmann, þar sem hann var á göngu á Óðinsgötu í Reykjavík og slógu hann í götuna.

Þeir rændu af honum fartölvu og farsíma og komust undan áður en lögregla kom á staðinn. Maðurinn meiddist ekki alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×