Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann 31. október 2006 05:30 Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum. Innlent Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum.
Innlent Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira