Ekki einfalt að skila undirskriftum - listarnir stundum ógildir Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. maí 2012 18:53 Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira