Ekki einfalt að skila undirskriftum - listarnir stundum ógildir Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. maí 2012 18:53 Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira