Réðst á lögregumenn með hnífi 23. október 2005 17:57 Málflutningi í máli Steindórs Einarssonar, sem meðal annars er sakaður um sérlega hættulega líkamsárás á tvo lögregluþjóna í júní í fyrra og endur-teknar líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í júní í fyrra réðst Steindór á tvo lögregluþjóna með hnífi þegar þeir voru kallaðir til vegna þess að Steindór hafði framið spjöll á eignum fyrrverandi tengdafólks síns og barnsmóður sinnar. Steindór er sakaður um að hafa kastað steini gegnum rúðu á húsi tengdafólks síns og rispað bíl þess. Þá er Steindór sakaður um að hafa lagt til annars lögregluþjónsins sem mætti á staðinn, með hnífi í nárastað með þeim afleiðingum að gat kom á buxur og nærföt. Lögreglumennirnir sluppu ómeiddir. Steindór er sagður hafa með árásinni stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er Steindór ákærður fyrir tvær líflátshótanir, þar af aðra á hendur barnsmóður sinni, og eina hótun um ofbeldi. Hótanirnar voru sendar ýmist bréfleiðis eða með SMS-skilaboðum úr farsíma Steindórs. Líflátshótunin sem Steindór sendi barnsmóður sinni með SMS-skilabðum var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Hæ X ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá X og X aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 desember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga X og X ekki pabba eða mömmu bæ bæ." Hina líflátshótunina sendi Steindór í ódagsettu bréfi sem sett var inn um bréfalúgu hjá foreldrum barnsmóður Steindórs. Hún var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Ef að X hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður hringdu í X og talaðu við hann ég á kúbein og klippur og haglabyrsu ég nota þettað næstu helgi ef að X hringir ekki á föstudag þitt er valið..." Steindór neitar sök. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Málflutningi í máli Steindórs Einarssonar, sem meðal annars er sakaður um sérlega hættulega líkamsárás á tvo lögregluþjóna í júní í fyrra og endur-teknar líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í júní í fyrra réðst Steindór á tvo lögregluþjóna með hnífi þegar þeir voru kallaðir til vegna þess að Steindór hafði framið spjöll á eignum fyrrverandi tengdafólks síns og barnsmóður sinnar. Steindór er sakaður um að hafa kastað steini gegnum rúðu á húsi tengdafólks síns og rispað bíl þess. Þá er Steindór sakaður um að hafa lagt til annars lögregluþjónsins sem mætti á staðinn, með hnífi í nárastað með þeim afleiðingum að gat kom á buxur og nærföt. Lögreglumennirnir sluppu ómeiddir. Steindór er sagður hafa með árásinni stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er Steindór ákærður fyrir tvær líflátshótanir, þar af aðra á hendur barnsmóður sinni, og eina hótun um ofbeldi. Hótanirnar voru sendar ýmist bréfleiðis eða með SMS-skilaboðum úr farsíma Steindórs. Líflátshótunin sem Steindór sendi barnsmóður sinni með SMS-skilabðum var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Hæ X ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá X og X aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 desember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga X og X ekki pabba eða mömmu bæ bæ." Hina líflátshótunina sendi Steindór í ódagsettu bréfi sem sett var inn um bréfalúgu hjá foreldrum barnsmóður Steindórs. Hún var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Ef að X hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður hringdu í X og talaðu við hann ég á kúbein og klippur og haglabyrsu ég nota þettað næstu helgi ef að X hringir ekki á föstudag þitt er valið..." Steindór neitar sök.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir