Ebólupartý og ebólubúningur fyrir hrekkjavökuna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. október 2014 19:11 Hægt er að kaupa búninginn hægra megin á myndinni. Myndin vinstra megin er frá Afríku þar sem ebóluveiran hefur orðið þúsundum að bana. Vísir / AFP Ebóluveiran hefur orðið yfir fimm þúsund manns að bana og varla til þess fallin að nota sem hrekkjavökuþema, eða hvað? Einhverjum virðist hafa þótt það góð hugmynd en bæði er hægt að kaupa ebólubúninga og búið að er bjóða í ebólupartý um næstu helgi þegar hin árlega hrekkjavaka fer fram. Þessi uppátæki hafa fallið í afar grýttan jarðveg og ætlaði allt um koll að keyra á Twitter þegar mynd af hrekkjavökubúningi undir heitinu „Sexy Ebola Nurse“, eða „Kynþokkafull Ebóla Hjúkrunarfræðingur“, fór í dreifingu í morgun. Búningurinn reyndist vera gabb en ekki leið á löngu þar til búið var að hafa uppi á öðrum búningi í sama stíl: „Sexy Ebola Containment Suit“, eða „Kynþokkafullur Ebólu Varnargalli“. Þann búning er raunverulega hægt að kaupa á netinu. Breska dagblaðið Telegraph segir einnig frá því á vefsíðu sinni að þekktur skemmtistaður í West End í London ætli að halda „Saturday Night Ebola Fever“. Líkt og búningarnir tveir hefur uppátækið fengið afar dræmar viðtökur. Klúbburinn, sem heitir The Scotch of St James, hefur lengi verið vinsæll meðal ríka og fræga fólksins í London. Skipuleggjendur teitisins hafa lýst því yfir að krafa sé gerð um að gestir mæti í búningum í takt við þemað. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Ebóluveiran hefur orðið yfir fimm þúsund manns að bana og varla til þess fallin að nota sem hrekkjavökuþema, eða hvað? Einhverjum virðist hafa þótt það góð hugmynd en bæði er hægt að kaupa ebólubúninga og búið að er bjóða í ebólupartý um næstu helgi þegar hin árlega hrekkjavaka fer fram. Þessi uppátæki hafa fallið í afar grýttan jarðveg og ætlaði allt um koll að keyra á Twitter þegar mynd af hrekkjavökubúningi undir heitinu „Sexy Ebola Nurse“, eða „Kynþokkafull Ebóla Hjúkrunarfræðingur“, fór í dreifingu í morgun. Búningurinn reyndist vera gabb en ekki leið á löngu þar til búið var að hafa uppi á öðrum búningi í sama stíl: „Sexy Ebola Containment Suit“, eða „Kynþokkafullur Ebólu Varnargalli“. Þann búning er raunverulega hægt að kaupa á netinu. Breska dagblaðið Telegraph segir einnig frá því á vefsíðu sinni að þekktur skemmtistaður í West End í London ætli að halda „Saturday Night Ebola Fever“. Líkt og búningarnir tveir hefur uppátækið fengið afar dræmar viðtökur. Klúbburinn, sem heitir The Scotch of St James, hefur lengi verið vinsæll meðal ríka og fræga fólksins í London. Skipuleggjendur teitisins hafa lýst því yfir að krafa sé gerð um að gestir mæti í búningum í takt við þemað.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira