Enski boltinn

United og Chelsea á eftir Witsel

Alex Witsel þykir gríðarlegt efni
Alex Witsel þykir gríðarlegt efni NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Star fullyrðir að bæði Manchester United og Chelsea séu að íhuga að gera belgíska liðinu Standard Liege kauptilboð í hinn efnilega Axel Witsel í janúar.

Witsel þessi er 19 ára gamall miðjumaður og er þar að auki belgískur landsliðsmaður. Hann á að baki yfir 60 leiki með Liege og varð meistari með liðinu í ár.

Belgískir fjölmiðlar fullyrða að Chelsea hafi sent Standard Liege fyrirspurn um leikmanninn, en Daily Star segir að United hafi þegar lýst yfir sínum áhuga á pilti og sé jafnvel tilbúið að greiða allt að 20 milljónir evra fyrir þjónustu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×