Deila um lögmæti öryggishliðs við frístundabyggð í landi Fells Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2018 06:00 Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Á Gullna hringnum í Bláskógabyggð eru þrír fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins; Gullfoss og Geysir og Þingvellir. VÍSIR/EINAR Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira