Skortur á hjúkrunarfræðingum leiðir til lokunar Hjartagáttar í júlí Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2018 13:00 Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Vísir/Stöð 2 Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítala verður flutt frá Hringbraut til bráðadeildar í Fossvogi í 4 vikur í sumar frá og með deginum í dag. Deildin verður aftur opnuð við Hringbraut þann 3. ágúst næstkomandi. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, segir lokunina koma til vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. „Það er semsé fyrir ekki fullmannað á Hjartagáttinni og svo bættust við sumarleyfi sem gerðu það að verkum að það hreinlega var ekki hægt að hafa deildina opna vegna skorts á hjúkrunarfræðingum,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Jón Magnús segir að álag á hjartagáttinni minnki ekki yfir sumartímann. Yfirleitt sé heldur meira að gera á sumrin, meðal annars vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. Hann segir að hjúkrunarfræðingum og læknum á bráðadeild hafi verið fjölgað til að komast til móts við aukið álag vegna lokunarinnar „Við búumst við að það verði nokkuð aukið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi þennan mánuð. Þetta er um það bil 20-25 prósent aukning á fjölda sjúklinga sem við búumst við hér þennan mánuð miðað við venjulegan dag,“ segir Jón Magnús. „Við höfum svosem brugðist við því með því að auka við vaktir hjúkrunarfræðinga og lækna hér í staðinn. Við erum búin að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi sjúklinga og að þetta takist. Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að fyrir er þröngt á bráðadeildinni. Við höfum áhyggjur af því að rýmið sem við höfum, skoðunarstofur og rúm, hvort það dugi til.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítala verður flutt frá Hringbraut til bráðadeildar í Fossvogi í 4 vikur í sumar frá og með deginum í dag. Deildin verður aftur opnuð við Hringbraut þann 3. ágúst næstkomandi. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, segir lokunina koma til vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. „Það er semsé fyrir ekki fullmannað á Hjartagáttinni og svo bættust við sumarleyfi sem gerðu það að verkum að það hreinlega var ekki hægt að hafa deildina opna vegna skorts á hjúkrunarfræðingum,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Jón Magnús segir að álag á hjartagáttinni minnki ekki yfir sumartímann. Yfirleitt sé heldur meira að gera á sumrin, meðal annars vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. Hann segir að hjúkrunarfræðingum og læknum á bráðadeild hafi verið fjölgað til að komast til móts við aukið álag vegna lokunarinnar „Við búumst við að það verði nokkuð aukið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi þennan mánuð. Þetta er um það bil 20-25 prósent aukning á fjölda sjúklinga sem við búumst við hér þennan mánuð miðað við venjulegan dag,“ segir Jón Magnús. „Við höfum svosem brugðist við því með því að auka við vaktir hjúkrunarfræðinga og lækna hér í staðinn. Við erum búin að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi sjúklinga og að þetta takist. Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að fyrir er þröngt á bráðadeildinni. Við höfum áhyggjur af því að rýmið sem við höfum, skoðunarstofur og rúm, hvort það dugi til.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira