SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2020 12:03 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira