Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 17:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gera allt til að samningar náist, án þess að grafa undan umboði samninganefndar borgarinnar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30