Innlent

Gunnar Jóhann ákærður fyrir manndráp af ásetningi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá vettvangi í Mehamn.
Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen

Ákæra hefur verið gefin út á hendur Gunnari Jóhanni Gunnarssyni fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum að bana af ásetningi í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Auk manndrápsins er Gunnar Jóhann ákærður fyrir hótanir,  húsbrot, brot á nálgunarbanni, stuld á bifreið og akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.

Mbl.is segir frá því í kvöld að saksóknarar í Troms og Finnmörku hafi gefið út ákæru í málinu í dag. Gunnar Jóhann er sakaður um að hafa valdið dauða Gísla Þórs Þórarinssonar, hálfbróður síns, á heimili þess síðarnefnda klukkan fimm á morgni 27. apríl árið 2019.

Í ákærunni komi fram að Gunnar Jóhann hafi farið að heimili Gísla Þórs vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma.

Haft er eftir Bjørn Gulstad, verjanda Gunnar Jóhanns, í frétt Mbl.is að honum komi á óvart að ákært hafi verið fyrir manndráp af ásetningi. Heldur lögmaðurinn því fram að Gunnar Jóhann hafi skotið hálfbróður sinn í átökum þeirra í ógáti.

Réttarhöldin yfir Gunnari Jóhanni eiga að hefjast mánudaginn 23. mars við Héraðsdóm Vadsø.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×