Innlent

Réttar­höldum vegna mann­dráps í Mehamn frestað

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl.
Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen
Réttarhöldum í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Noregi í apríl síðastliðinn, hefur verið frestað.

Þetta staðfestir Torstein Lindquister, héraðssaksóknari í Troms og Finnmörk, í samtali við mbl. Hann segir ástæðuna vera þá að aðalmeðferðin hafi verið sett á dagskrá of snemma. Ákæran sé ekki tilbúin og ákærði þurfi sinn tíma til að stilla upp sinni vörn.

Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs, þann 27. apríl síðastliðinn.

Gert hafði verið ráð fyrir að aðalmeðferð myndi hefjast í málinu þann 2. desember næstkomandi. Er nú talið líklegt að aðalmeðferð hefjist í fyrsta lagi í febrúar þó að enn hafi ekki verið gefin út nein dagsetning hvað það varðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×