Innlent

Réttar­höldum vegna mann­dráps í Mehamn frestað

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl.
Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen
Réttarhöldum í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Noregi í apríl síðastliðinn, hefur verið frestað.Þetta staðfestir Torstein Lindquister, héraðssaksóknari í Troms og Finnmörk, í samtali við mbl. Hann segir ástæðuna vera þá að aðalmeðferðin hafi verið sett á dagskrá of snemma. Ákæran sé ekki tilbúin og ákærði þurfi sinn tíma til að stilla upp sinni vörn.Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs, þann 27. apríl síðastliðinn.Gert hafði verið ráð fyrir að aðalmeðferð myndi hefjast í málinu þann 2. desember næstkomandi. Er nú talið líklegt að aðalmeðferð hefjist í fyrsta lagi í febrúar þó að enn hafi ekki verið gefin út nein dagsetning hvað það varðar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.