Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Lögreglan rannsakar meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en maðurinn var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira