Steve Vai spilar í Silfurbergi í október Freyr Bjarnason skrifar 15. ágúst 2013 09:00 Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn og einn mesti gítarsnillingur rokksögunnar Steve Vai heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 11. október. Hinn 53 ára Vai hefur á ferli sínum spilað með Frank Zappa, Public Image Ltd., David Lee Roth og Whitesnake, auk þess að starfrækja eigin sólóferil. Hann er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu, sem hefst 29. ágúst í Belfast, til að fylgja eftir sinni áttundu hljóðversplötu og þeirri fyrstu í sjö ár, The Story of Light. „Mér finnst meiriháttar að hann skuli vera á leiðinni. Ég er búinn að horfa á hann á Youtube og á ekki orð yfir mörgu af því sem hann gerir. Þetta er algjör töframaður og ég held að tónleikarnir verði rosalega skemmtilegir,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur Vai inn til landsins. Miðasala hefst 21. ágúst á midi.is og harpa.is og í síma 5285050. Nokkrir VIP-miðar verða í boði fyrir þá sem vilja hitta gítarsnillinginn fyrir tónleika og sjá hann í hljóðprufu. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn og einn mesti gítarsnillingur rokksögunnar Steve Vai heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 11. október. Hinn 53 ára Vai hefur á ferli sínum spilað með Frank Zappa, Public Image Ltd., David Lee Roth og Whitesnake, auk þess að starfrækja eigin sólóferil. Hann er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu, sem hefst 29. ágúst í Belfast, til að fylgja eftir sinni áttundu hljóðversplötu og þeirri fyrstu í sjö ár, The Story of Light. „Mér finnst meiriháttar að hann skuli vera á leiðinni. Ég er búinn að horfa á hann á Youtube og á ekki orð yfir mörgu af því sem hann gerir. Þetta er algjör töframaður og ég held að tónleikarnir verði rosalega skemmtilegir,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur Vai inn til landsins. Miðasala hefst 21. ágúst á midi.is og harpa.is og í síma 5285050. Nokkrir VIP-miðar verða í boði fyrir þá sem vilja hitta gítarsnillinginn fyrir tónleika og sjá hann í hljóðprufu.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira