Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 16:00 Gylfi Magnússon dósent við Viðskíptafræðideild H.Í. segir ekki vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. Vísir/Vilhelm Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum. Viðskipti Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum.
Viðskipti Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira