Lífið

Rikki G svaf á dýnu inni hjá mömmu sinni eftir hryllingsbíóferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki G átti yfir 3100 DVD myndir á sínum tíma. 
Rikki G átti yfir 3100 DVD myndir á sínum tíma. 

Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957 var gestur í síðasta þætti af Sjáðu með Ásgeiri Kolbeinssyni. Þar fór hann yfir uppáhalds kvikmyndir sínar en fáir hafa helgað lífi sýnu bíómyndum jafn mikið og útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G.

Rikki átti, þegar mest var, í kringum 3100 DVD myndir, sá næstum hverja einustu mynd sem kom í bíó og veit allt um Titanic skipið.

Þegar komið var að því að rifja upp uppáhalds myndirnar í flokknum hrollvekjur stóð ein kvikmynd upp úr og er það myndin What Lies Beneath með þeim Harrison Ford og Michelle Pfeiffer í aðalhlutverkum.

Rikki var það hræddur á myndinni í bíó á sínum tíma að hann varð að yfirgefa bíósalinn áður en kvikmyndin kláraðist.

„Ég fékk bara taugaáfall,“ segir Rikki.

„Ég fór síðan heim til mömmu og sagði henni hvað hefði gerst og fékk að sofa á dýnu inni í herbergi þá nótt.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.