Menning

Bein útsending: Emil í Kattholti

Tinni Sveinsson skrifar
Emil í Kattholti.
Emil í Kattholti.

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.

Borgarleikhúsið hefur sinnt yngstu kynslóðinni vel síðustu vikur og hafa sögurnar um Pétur Pan, Stígvélaða köttinn, Gosa, Rauðhettu og úlfinn, Greppikló og Hans hugprúða meðal annars verið lesnar. Hægt er að nálgast upplestrana í tengdum greinum hér fyrir neðan.

Að þessu sinni les leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir söguna um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Pétur Pan

Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.

Refurinn úr Gosa les Greppikló

Í dag klukkan tólf á hádegi bregður Katla Margrét Þorgeirsdóttir sér í hlutverk refsins úr Gosa og les ævintýrið um Greppikló.

Bein útsending: Stígvélaði kötturinn

Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Í síðustu viku var sagan um Gosa lesin en í dag er komið að Stígvélaða kettinum.

Bein útsending: Sagan um Gosa

Haraldur Ari Stefánsson sem leikur Gosa í uppsetningu Borgarleikhússins á ævintýrum spýtustráksins les söguna um Gosa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×