Menning

Bein útsending: Stígvélaði kötturinn

Tinni Sveinsson skrifar
Halldór Gylfason hefur áður brugðið sér í hlutverk Stígvélaða kattarins. Hér er hann í Stundinni okkar fyrir nokkrum árum.
Halldór Gylfason hefur áður brugðið sér í hlutverk Stígvélaða kattarins. Hér er hann í Stundinni okkar fyrir nokkrum árum. RÚV

Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Í síðustu viku var sagan um Gosa lesin en í dag er komið að Stígvélaða kettinum.

Leikarinn Halldór Gylfason les söguna um Stígvélaða köttinn og má búast við hinni mestu skemmtun. Útsendingin hefst klukkan 12. 

Klippa: Stígvélaði kötturinn

Framundan hjá Borgó í beinni

Í dag klukkan 14 verður eitthvað fyrir þá sem hafa gaman að spilum því leikarar í Borgarleikhúsinu ætla að spila saman Dungeons and Dragons.

Á sunnudag er síðan komið að stórsýningunni Ríkharður III en hún verður sýnd klukkan 20 um kvöldið.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Tónleikar með Bubba

Borgarleikhúsið býður upp á tónleika með Bubba Morthens klukkan 12 í dag og alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur.

Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið sýndi leiklestur á leikriti Jóns Gnarr, Hotel Volkswagen, í beinni útsendingu í kvöld.

Bein útsending: Sagan um Gosa

Haraldur Ari Stefánsson sem leikur Gosa í uppsetningu Borgarleikhússins á ævintýrum spýtustráksins les söguna um Gosa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.