Sveinbjörg vill fá afrit af starfslokasamningi Reynis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2014 13:22 "Um varhugavert fordæmi er að ræða við gerð starfslokasamninga þegar forsvarsmenn fyrirtækja í eigu borgarinnar hafa gerst brotlegir við lög, siðareglur, eigendastefnu og farið út fyrir valdmörk sín.“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, óskaði á fundi borgarráðs í gær eftir afriti af starfslokasamningi sem Strætó bs. gerði við Reyni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Strætó. Reynir lét af störfum hjá félaginu 24.nóvember síðastliðinn. Tíu dögum áður hafði Sveinbjörg Birna sagt á fundi borgarráðs að Reyni sé ekki stætt á að gegna stöðu framkvæmdastjóra. Hún lagði því fram tillögu þess efnis að borgarráð beini því til stjórnar Strætó að hlutast til um ráðningarsamning við Reyni. Sveinbjörg Birna vill núna vita hvaða lögfræðiráðgjafar stjórn Strætó naut varðandi starfslok Reynis „þar sem um varhugavert fordæmi er að ræða við gerð starfslokasamninga þegar forsvarsmenn fyrirtækja í eigu borgarinnar hafa gerst brotlegir við lög, siðareglur, eigendastefnu og farið út fyrir valdmörk sín,“ að því er fram kemur í fyrirspurn Sveinbjargar. Þá óskar hún eftir að fá afrit af minnisblaði, hafi það verið gert. Fyrirspurnina í heild má sjá hér fyrir neðan.Framsókn og flugvallarvinir óska eftir að fá afrit af starfslokasamningi á milli stjórnar Strætó bs. og fyrrverandi framkvæmdarstjóra, sem og að upplýst verði um hvaða lögfræðiráðgjafar stjórn Strætó bs. naut varðandi starfslok framkvæmdastjóra, þar sem um varhugavert fordæmi er að ræða við gerð starfslokasamninga þegar forsvarsmenn fyrirtækja í eigu borgarinnar hafa gerst brotlegir við lög, siðareglur, eigendastefnu og farið út fyrir valdmörk sín. Hafi verið gert minnisblað, þá óskast afrit af því. Skv. 5.3.1 kafla eigendastefnu Strætó bs. segir að stjórn Strætó bs. fari með málefni fyrirtækisins á milli eigendafunda og hafi eftirlit með að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafna í réttu og góðu horfi og í samræmi við stefnu eigenda.Stjórn skal í því skyni tryggja skilvirka ferla um innra eftirlit og innri endurskoðun. Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða skilvirku ferla um innra eftirlit og endurskoðun stjórn Strætó bs. hefur tryggt frá apríl 2013, eða frá því að eigendastefnan var samþykkt. Þá óskast upplýsingar um hver sinnir innri endurskoðun hjá félaginu. Í kafla 5.3.2 eigendastefnu segir að stjórn Strætó bs. hafi reglubundið eftirlit með að framkvæmdastjóri fylgi fjárhags- og starfsáætlun eftir og að stjórn Strætó bs. annist um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins.Óskað er eftir upplýsingum frá stjórn Strætó bs. um a) hvernig og hvaða aðferðir stjórnin notar til að hafa eftirlit með að framkvæmdastjóri fylgi fjárhags- og starfsáætlun eftir og til hvaða aðgerða stjórnin grípi eða geta gripið til þegar bregðast þarf við ef stjórnin verður þess áskynja að brotalöm sé í starfi framkvæmdastjóra og b) hvaða aðferðir stjórn Strætó bs. notar til að hafa eftirlit með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins og til hvaða aðgerða stjórnin getur gripið eða grípur ef upp kemst um bókhaldsóreiðu og meðferð fjármuna. Tengdar fréttir Stjórnarformaður Strætó: Vinnubrögð Reynis „ekki í boði“ hjá opinberu félagi Bryndís Haraldsdóttir segir að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra. 25. nóvember 2014 20:50 Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, óskaði á fundi borgarráðs í gær eftir afriti af starfslokasamningi sem Strætó bs. gerði við Reyni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Strætó. Reynir lét af störfum hjá félaginu 24.nóvember síðastliðinn. Tíu dögum áður hafði Sveinbjörg Birna sagt á fundi borgarráðs að Reyni sé ekki stætt á að gegna stöðu framkvæmdastjóra. Hún lagði því fram tillögu þess efnis að borgarráð beini því til stjórnar Strætó að hlutast til um ráðningarsamning við Reyni. Sveinbjörg Birna vill núna vita hvaða lögfræðiráðgjafar stjórn Strætó naut varðandi starfslok Reynis „þar sem um varhugavert fordæmi er að ræða við gerð starfslokasamninga þegar forsvarsmenn fyrirtækja í eigu borgarinnar hafa gerst brotlegir við lög, siðareglur, eigendastefnu og farið út fyrir valdmörk sín,“ að því er fram kemur í fyrirspurn Sveinbjargar. Þá óskar hún eftir að fá afrit af minnisblaði, hafi það verið gert. Fyrirspurnina í heild má sjá hér fyrir neðan.Framsókn og flugvallarvinir óska eftir að fá afrit af starfslokasamningi á milli stjórnar Strætó bs. og fyrrverandi framkvæmdarstjóra, sem og að upplýst verði um hvaða lögfræðiráðgjafar stjórn Strætó bs. naut varðandi starfslok framkvæmdastjóra, þar sem um varhugavert fordæmi er að ræða við gerð starfslokasamninga þegar forsvarsmenn fyrirtækja í eigu borgarinnar hafa gerst brotlegir við lög, siðareglur, eigendastefnu og farið út fyrir valdmörk sín. Hafi verið gert minnisblað, þá óskast afrit af því. Skv. 5.3.1 kafla eigendastefnu Strætó bs. segir að stjórn Strætó bs. fari með málefni fyrirtækisins á milli eigendafunda og hafi eftirlit með að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafna í réttu og góðu horfi og í samræmi við stefnu eigenda.Stjórn skal í því skyni tryggja skilvirka ferla um innra eftirlit og innri endurskoðun. Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða skilvirku ferla um innra eftirlit og endurskoðun stjórn Strætó bs. hefur tryggt frá apríl 2013, eða frá því að eigendastefnan var samþykkt. Þá óskast upplýsingar um hver sinnir innri endurskoðun hjá félaginu. Í kafla 5.3.2 eigendastefnu segir að stjórn Strætó bs. hafi reglubundið eftirlit með að framkvæmdastjóri fylgi fjárhags- og starfsáætlun eftir og að stjórn Strætó bs. annist um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins.Óskað er eftir upplýsingum frá stjórn Strætó bs. um a) hvernig og hvaða aðferðir stjórnin notar til að hafa eftirlit með að framkvæmdastjóri fylgi fjárhags- og starfsáætlun eftir og til hvaða aðgerða stjórnin grípi eða geta gripið til þegar bregðast þarf við ef stjórnin verður þess áskynja að brotalöm sé í starfi framkvæmdastjóra og b) hvaða aðferðir stjórn Strætó bs. notar til að hafa eftirlit með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins og til hvaða aðgerða stjórnin getur gripið eða grípur ef upp kemst um bókhaldsóreiðu og meðferð fjármuna.
Tengdar fréttir Stjórnarformaður Strætó: Vinnubrögð Reynis „ekki í boði“ hjá opinberu félagi Bryndís Haraldsdóttir segir að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra. 25. nóvember 2014 20:50 Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Stjórnarformaður Strætó: Vinnubrögð Reynis „ekki í boði“ hjá opinberu félagi Bryndís Haraldsdóttir segir að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra. 25. nóvember 2014 20:50
Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00
Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40
Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50