„Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:55 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira