Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 14:54 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingflokksfundarins í Valhöll í dag. Hann situr á milli þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem gegnir stöðu dómsmálaráðherra, og Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns, sem talinn er líklegur arftaki Þórdísar í dómsmálaráðuneytinu. vísir/vilhelm Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00