Fimm menn réðust á mann og börðu fyrir framan fjölda fólks sem sat við veitingastaði í Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Maðurinn sem var ráðist á er sagður lítið særður.
Ríkisútvarpið hefur eftir vitnum að árásin hafi átt sér stað um átta leytið í kvöld. Veitingahúsagestir hafi reynt að skerast í leikinn og stöðva hana. Lögreglumenn og sjúkraliðar hafi komið á staðinn en ekki hafi þurft að flytja fórnarlamb árásarinnar á sjúkrahús.