Náði bata um leið og hún tók nýtt lyf við astma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:00 Kona sem glímdi við alvarlegan astma í aldarfjórðung náði bata um leið og þegar hún byrjaði að taka nýtt lyf fyrir nokkrum mánuðum. Hún vonar að fleiri astmasjúklingar fái notið lyfsins en nú þarf sérstaka undanþágu til að fá það. Gyða Jónsdóttir var 18 ára þegar hún veiktist af asma. Sjúkdómurinn ágerðist og varð fljótt mjög alvarlegur. Dagurinn byrjaði yfirleitt eins. „Ég þurfti að passa að hreyfa mig ekki neitt því ef ég gerði það áður en ég tók lyfin mín fékk ég kast. Ég hóstaði yfirleitt þar til ég kastaði upp á morgnana. Ég var alveg í þrjá tíma að koma mér af stað á hverjum einasta morgni,“ segir hún. Gyða þurfti að taka fjögur lyf og var tíður gestur á bráðamóttöku. Hún var búin að reyna allt til að ná bata þegar hún leitaði til læknis á þessu ári „Ég fæ tíma hjá Unni Steinu Björnsdóttur sem að er alveg frábær astma- og ofnæmislæknir og hún mælir með því að ég fái Nukala lyfjameðferð. Ég hafði ekki mikla trú á því því ég var búin að reyna allt. Ég fer í fyrstu sprautuna 15. febrúar og spyr hjúkrunarfræðinginn hvenær þetta fari að virka. Hún sagði strax og ég fór bara að hlæja. En ég hef ekki hóstað síðan þá útaf astma og hefur ekki liðið svona vel síðan ég var 18 ára gömul,“ segir hún. Gyða vill segja sögu sína svo aðrir sjúklingar í hennar stöðu viti af lyfinu en nú þarf að sækja um undanþágu til að fá það. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Kona sem glímdi við alvarlegan astma í aldarfjórðung náði bata um leið og þegar hún byrjaði að taka nýtt lyf fyrir nokkrum mánuðum. Hún vonar að fleiri astmasjúklingar fái notið lyfsins en nú þarf sérstaka undanþágu til að fá það. Gyða Jónsdóttir var 18 ára þegar hún veiktist af asma. Sjúkdómurinn ágerðist og varð fljótt mjög alvarlegur. Dagurinn byrjaði yfirleitt eins. „Ég þurfti að passa að hreyfa mig ekki neitt því ef ég gerði það áður en ég tók lyfin mín fékk ég kast. Ég hóstaði yfirleitt þar til ég kastaði upp á morgnana. Ég var alveg í þrjá tíma að koma mér af stað á hverjum einasta morgni,“ segir hún. Gyða þurfti að taka fjögur lyf og var tíður gestur á bráðamóttöku. Hún var búin að reyna allt til að ná bata þegar hún leitaði til læknis á þessu ári „Ég fæ tíma hjá Unni Steinu Björnsdóttur sem að er alveg frábær astma- og ofnæmislæknir og hún mælir með því að ég fái Nukala lyfjameðferð. Ég hafði ekki mikla trú á því því ég var búin að reyna allt. Ég fer í fyrstu sprautuna 15. febrúar og spyr hjúkrunarfræðinginn hvenær þetta fari að virka. Hún sagði strax og ég fór bara að hlæja. En ég hef ekki hóstað síðan þá útaf astma og hefur ekki liðið svona vel síðan ég var 18 ára gömul,“ segir hún. Gyða vill segja sögu sína svo aðrir sjúklingar í hennar stöðu viti af lyfinu en nú þarf að sækja um undanþágu til að fá það.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira