Sjö ára börn spila skotleikinn Fortnite Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 19:15 Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00