Ávinningur að skrá ekki sambúð 13. október 2005 14:31 Ávinningur fyrir par með þrjú börn af því að skrá sig ekki í sambúð gæti numið tæplega einni milljón króna á ári. Ásta Kristjánsdóttir, hjá Ríkisskattstjóra, skrifar um skattlagningu sambúðarfólks í Tíund, sem er fréttablað Skattstjórans. Hún tekur dæmi um Jón og Rósu sem eru í sambúð og eiga þrjú börn. Þau eru samtals með 6,3 milljónir í tekjur á ári, og skulda tíu milljónir í íbúð sinni. Ef þau eru skráð í sambúð geta þau valið um samsköttun eða ekki. Það er ávinningur fyrir þau að óska samsköttunar, því þá sleppur Jón við að borga 96 þúsund króna hátekjuskatt, þar sem Rósa er með lægri tekjur. Það er hinsvegar mestur ávinningur fyrir þau að vera ekki skráð í sambúð. Rósa væri þá skráð í þjóðskrá sem einstætt foreldri. Þá fengi Rósa barnabætur og vaxtabætur upp á 874 þúsund krónur. Hér er ekki talinn inn í annar ávinningur fyrir þau að skrá sig á þennan hátt í þjóðskrá, eins og að einstæðir foreldrar greiða lægri leikskólagjöld. Ásta segir þetta enduspegla þá freistingu sem sambúðarfólk stendur frammi fyrir í tengslum við skráningu í þjóðskrá. En það er erfitt að sanna svona nokkuð á fólk, og það krefst umfangsmikilla rannsókna. Ásta segir þó að þrátt fyrir það megi ekki leggja árar í bát, rannsaka verði málin og láta reyna á refsingar, því það hefði sterkt forvarnargildi. Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Ávinningur fyrir par með þrjú börn af því að skrá sig ekki í sambúð gæti numið tæplega einni milljón króna á ári. Ásta Kristjánsdóttir, hjá Ríkisskattstjóra, skrifar um skattlagningu sambúðarfólks í Tíund, sem er fréttablað Skattstjórans. Hún tekur dæmi um Jón og Rósu sem eru í sambúð og eiga þrjú börn. Þau eru samtals með 6,3 milljónir í tekjur á ári, og skulda tíu milljónir í íbúð sinni. Ef þau eru skráð í sambúð geta þau valið um samsköttun eða ekki. Það er ávinningur fyrir þau að óska samsköttunar, því þá sleppur Jón við að borga 96 þúsund króna hátekjuskatt, þar sem Rósa er með lægri tekjur. Það er hinsvegar mestur ávinningur fyrir þau að vera ekki skráð í sambúð. Rósa væri þá skráð í þjóðskrá sem einstætt foreldri. Þá fengi Rósa barnabætur og vaxtabætur upp á 874 þúsund krónur. Hér er ekki talinn inn í annar ávinningur fyrir þau að skrá sig á þennan hátt í þjóðskrá, eins og að einstæðir foreldrar greiða lægri leikskólagjöld. Ásta segir þetta enduspegla þá freistingu sem sambúðarfólk stendur frammi fyrir í tengslum við skráningu í þjóðskrá. En það er erfitt að sanna svona nokkuð á fólk, og það krefst umfangsmikilla rannsókna. Ásta segir þó að þrátt fyrir það megi ekki leggja árar í bát, rannsaka verði málin og láta reyna á refsingar, því það hefði sterkt forvarnargildi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira