„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 20. nóvember 2019 20:30 Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg
Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13