„Það er eitthvað mikið að gerast í verkalýðshreyfingunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 14:06 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, gerði hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar að umfjöllunarefni sínu. Vísir/GVA Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að eitthvað mikið sé að gerast í verkalýðshreyfingunni þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við tíðindum vikunnar þegar B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur vann yfirburðasigur á A-lista Ingvars Vigurs Halldórssonar í stjórnarkosningum Eflingar, stéttarfélags. Styrmir var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. „Það er eitthvað mikið að gerast í verkalýðshreyfingunni. Mér finnst svona að með einhverjum hætti séu að verða kynslóðaskipti þarna, ungt fólk að koma til skjalanna með breytt viðhorf,” segir Styrmir sem telur að þó að breytingarnar sem eiga sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar séu ekki aðeins vegna óánægju félagsmanna með kjör.Fámennir hópar misnoti aðstöðu sína „Ég er þeirrar skoðunar að meginástæðan fyrir þessum óróa inni í verkalýðshreyfingunni sé það sem er að gerast inni í samfélaginu að öðru leyti, það er að segja, það eru mjög fámennir hópar í þessu þjóðfélagi sem nýta sér aðstöðu sína til þess að taka til sín meira heldur en aðrir hafa möguleika á og þá á kostnað þeirra sömu,” segir Styrmir.Hann beinir spjótum sínum fyrst og fremst að kjararáði sem ákvarðar um launahækkanir æðstu embættismanna. Reiði og óánægja almennings sé vegna ósanngirninnar. „Þetta held ég að sé það sem hefur skapað jarðveginn fyrir svona byltingu sem varð í Eflingu,”Aðspurður hvort þetta sé vísir að enn harðari baráttu innan verkalýðshreyfingarinnar segist Styrmir halda að svo verði. „Það er mjög líklegt að það verði það, en það fer þó eftir því hvort að þessi ríkisstjórn sem nú situr, sem náttúrulega spannar breytt svið, hvort hún hafi vit á því að bregðast við strax eða hvort hún bregst ekki við.” Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að eitthvað mikið sé að gerast í verkalýðshreyfingunni þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við tíðindum vikunnar þegar B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur vann yfirburðasigur á A-lista Ingvars Vigurs Halldórssonar í stjórnarkosningum Eflingar, stéttarfélags. Styrmir var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. „Það er eitthvað mikið að gerast í verkalýðshreyfingunni. Mér finnst svona að með einhverjum hætti séu að verða kynslóðaskipti þarna, ungt fólk að koma til skjalanna með breytt viðhorf,” segir Styrmir sem telur að þó að breytingarnar sem eiga sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar séu ekki aðeins vegna óánægju félagsmanna með kjör.Fámennir hópar misnoti aðstöðu sína „Ég er þeirrar skoðunar að meginástæðan fyrir þessum óróa inni í verkalýðshreyfingunni sé það sem er að gerast inni í samfélaginu að öðru leyti, það er að segja, það eru mjög fámennir hópar í þessu þjóðfélagi sem nýta sér aðstöðu sína til þess að taka til sín meira heldur en aðrir hafa möguleika á og þá á kostnað þeirra sömu,” segir Styrmir.Hann beinir spjótum sínum fyrst og fremst að kjararáði sem ákvarðar um launahækkanir æðstu embættismanna. Reiði og óánægja almennings sé vegna ósanngirninnar. „Þetta held ég að sé það sem hefur skapað jarðveginn fyrir svona byltingu sem varð í Eflingu,”Aðspurður hvort þetta sé vísir að enn harðari baráttu innan verkalýðshreyfingarinnar segist Styrmir halda að svo verði. „Það er mjög líklegt að það verði það, en það fer þó eftir því hvort að þessi ríkisstjórn sem nú situr, sem náttúrulega spannar breytt svið, hvort hún hafi vit á því að bregðast við strax eða hvort hún bregst ekki við.”
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira