Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 13:03 Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins. Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins.
Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44