Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 13:03 Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins. Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins.
Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44