Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. janúar 2026 10:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Prófkjör fer fram 31. janúar. Frá þessu greinir Vilhjálmur í færslu á Facebook. Hann hafði áður verið orðaður við oddvitasætið og sagðist í samtali við fréttastofu íhuga alvarlega að gefa kost á sér. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við þurftum að yfirgefa heimilið okkar í Grindavík. Við Silla settumst þá að í Reykjanesbæ – enda var bærinn fyrir löngu orðinn okkar annað heimili,“ segir Vilhjálmur á Facebook. „Á þessum erfiðu tímum tóku bæjarbúar utan um fjölskyldu mína. Það var ekki sjálfsagt, en það var mannlegt og það gleymist aldrei.“ Í samtali við fréttastofu kveðst Vilhjálmur ætla að halda þingmennsku áfram fram að kosningum. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí næstkomandi. Ljóst er að oddvitaslagur er í húfi en Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, gefur sömuleiðis kost á sér í oddvitasætið. Þá gefur Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, kost á sér. „Við þurfum ábyrgari rekstur sveitarfélagsins til að geta lækkað skatta á heimilin. Við þurfum skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum sem virðir drauma fólks um eigið heimili og fjölbreytt búsetuform. Og við þurfum að setja börnin raunverulega í fyrsta sæti – með aðgengi að leikskólum, sterkum íþróttafélögum og bestu grunnskólum landsins. Reykjanesbær er stórveldi og ég óska eftir stuðningi ykkar í prófkjörinu svo við getum saman tryggt að allir fái að láta ljós sitt skína,“ segir Vilhjálmur á Facebook. Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Sjá meira
Frá þessu greinir Vilhjálmur í færslu á Facebook. Hann hafði áður verið orðaður við oddvitasætið og sagðist í samtali við fréttastofu íhuga alvarlega að gefa kost á sér. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við þurftum að yfirgefa heimilið okkar í Grindavík. Við Silla settumst þá að í Reykjanesbæ – enda var bærinn fyrir löngu orðinn okkar annað heimili,“ segir Vilhjálmur á Facebook. „Á þessum erfiðu tímum tóku bæjarbúar utan um fjölskyldu mína. Það var ekki sjálfsagt, en það var mannlegt og það gleymist aldrei.“ Í samtali við fréttastofu kveðst Vilhjálmur ætla að halda þingmennsku áfram fram að kosningum. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí næstkomandi. Ljóst er að oddvitaslagur er í húfi en Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, gefur sömuleiðis kost á sér í oddvitasætið. Þá gefur Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, kost á sér. „Við þurfum ábyrgari rekstur sveitarfélagsins til að geta lækkað skatta á heimilin. Við þurfum skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum sem virðir drauma fólks um eigið heimili og fjölbreytt búsetuform. Og við þurfum að setja börnin raunverulega í fyrsta sæti – með aðgengi að leikskólum, sterkum íþróttafélögum og bestu grunnskólum landsins. Reykjanesbær er stórveldi og ég óska eftir stuðningi ykkar í prófkjörinu svo við getum saman tryggt að allir fái að láta ljós sitt skína,“ segir Vilhjálmur á Facebook.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Sjá meira