Innlent

Guð­björg Odd­ný sækist eftir öðru sætinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Guðbjörg Oddný er bæjarfulltrúi og samskiptastjóri.
Guðbjörg Oddný er bæjarfulltrúi og samskiptastjóri. Aðsend

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Prófkjör Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer fram sjöunda febrúar.

 Í tilkynningu frá Guðbjörgu segist hún búa yfir víðtækfri reynslu af bæjarmálum sem formaður fyrrnefndrar nefndar og sömuleiðis sem formaður menningar- og ferðamálanefndar bæjarins.

„Hafnarfjörður er bærinn minn og ég er afar stolt af þeim uppgangi og blómstrandi menningarlífi sem við í meirihlutanum höfum unnið að saman. Ég vil fá tækifæri til að halda áfram þessari vegferð; að tryggja öfluga innviði og einfalda líf fjölskyldna í bænum okkar,“ segir Guðbjörg.

Guðbjörg Oddný situr í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði, er varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og situr í málefnanefnd flokksins um umhverfis- og samgöngumál. Samhliða kjörnum störfum starfar hún sem samskiptastjóri hjá Benchmark Genetics og er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.

Hún er gift Gísla Má Gíslasyni hagfræðingi og eiga þau þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×