Innlent

Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálf­stæðis­flokkurinn á flugi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir her landsins hafa í morgun ráðist inn í Venesúela og handtekið Nicolas Maduro, forseta landsins, og eiginkonu hans og flogið með þau úr landi. Við rýnum í stöðuna þar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist langefstur í nýrri könnun Gallups. Framboð til prófkjörs í hinum ýmsu sveitarfélögum hrannast inn. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. janúar 2026

Aðsókn í endurvinnslustöðvar Sorpu eykst um sextíu prósent í kringum hátíðarnar og er engin undantekning þar á þessi jól. Upplýsingafulltrúi Sorpu biðlar til fólks að mæta vel undirbúið á stöðvarnar.

Íslenskur maður sem gekk nýverið í úkraínska herinn, lést á víglínunni. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem segir ekki unnt að veita upplýsingar um einstök mál.

Starfsmaður á Hrafnistu hlaut nýverið styrk til að þróa áfram verkefni þar sem grunnskólakrakkar heimsækja íbúa hjúkrunarheimila vikulega. Hún segir verkefnið hafa gefið góða raun og vonar að fleiri skólar og hjúkrunarheimili taki þátt.

Íþróttamaður ársins verður krýndur í kvöld og við förum yfir hver eru líklegust til að hreppa hnossið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×