Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 20:12 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Friðrik Þór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Stofnunin greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hún hefði ekki heimild til að afhenda né birta listann. „Málið er einfalt það á að birta þennan lista! Það er ein af forsendunum fyrir aðgerðunum sem eru til að vernda störf á fordæmalausum tímum,“ skrifar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, og vísar í frétt sem skrifuð er um umrædda yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir í yfirlýsingunni að afstaða sín byggi á lögum um persónuvernd. „[…] því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli. Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv. Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.“ Til að taka af allan vafa hefur Vinnumálastofnun leitað álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu. Hlutabótaleið stjórnvalda hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að nokkur stöndug fyrirtæki nýttu sér leiðina, þar á meðal Skeljungur, Hagar og Festi. Skeljungur tilkynnti þó í gær að fyrirtækið hygðist endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Í dag tilkynntu svo Hagar og Festi að þau hefðu einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar ætla jafnframt að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Stofnunin greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hún hefði ekki heimild til að afhenda né birta listann. „Málið er einfalt það á að birta þennan lista! Það er ein af forsendunum fyrir aðgerðunum sem eru til að vernda störf á fordæmalausum tímum,“ skrifar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, og vísar í frétt sem skrifuð er um umrædda yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir í yfirlýsingunni að afstaða sín byggi á lögum um persónuvernd. „[…] því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli. Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv. Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.“ Til að taka af allan vafa hefur Vinnumálastofnun leitað álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu. Hlutabótaleið stjórnvalda hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að nokkur stöndug fyrirtæki nýttu sér leiðina, þar á meðal Skeljungur, Hagar og Festi. Skeljungur tilkynnti þó í gær að fyrirtækið hygðist endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Í dag tilkynntu svo Hagar og Festi að þau hefðu einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar ætla jafnframt að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25