Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 20:19 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/gva „Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
„Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00
Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20