Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2016 11:45 „Ég held að það sé ekkert að því að vera sár, ef maður er að mæta á stefnumót með einhverjum og reyna að ræða opinskátt um málin og viðkomandi var kannski að reyna að hitta einhvern annan á meðan,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson nýr þingmaður Pírata um ummæli þingmanna flokksins í garð Bjartrar framtíðar á dögunum. Hann ásamt, Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmanni VG og Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun þar sem meðal annars var rætt um stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hlusta má á fyrri hluta spjallsins í spilaranum hér að ofan en seinni hluta í spilaranum hér að neðan.Sjá einnig:Sótt að Óttari úr öllum áttumLíkt og Vísir hefur fjallað um virðast Píratar ekki vera hrifnir af þáttöku Bjartrar framtíðar í viðræðunum en flokkurinn var einn af þeim sem tók þátt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum með Pírötum, VG og Samfylkingunni fyrir kosningar.„Þetta er pínu særandi,“ skaut Rósa Björk inn í eftir ummæli Gunnars Hrafns sem sagðist þó skilja stöðu Bjartrar framtíðar að vilja ræða við Viðreisn og taldi hann líklegt að þær þreifingar hafi hafist á sama tíma og Björt framtíð ræddi við hina flokkana „Ég held reyndar að þetta sé beinlínis rangt,“ skaut Pawel þá inn í umræðuna. „Ég get fullyrt það hér að Björt framtíð og Viðreisn hafi ekkert rætt saman fyrr en eftir kosningar.“Sjá einnig: Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri„En, það var ýmislegt að gerast. Heiða var að færa sig yfir og margt sem benti til þess að það væri einhver hreyfing þarna,“ bætti Gunnar Hrafn þá við og vísaði til þess að Heiða Krístin Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar gekk til liðs við Viðreisn skömmu fyrir kosningar. Gangi þær stjórnarmyndunarviðræður eftir sem nú eru í gangi á milli flokkanna þriggja mun meirihluti á Alþingi vera með naumasta móti, 32 gegn 31 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Nýju þingmennirnir þrír ræddu einnig um hvaða áhrif það myndi hafa á þingstörf á næsta þingi. „Mér finnst hún líta veik út. Það eru ýmsar kenningar um hvað sé í gangi og þá hvort að Framsóknarflokkurinn eigi þá að koma inn á einhverjum tímapunkti,“ sagði Gunnar Hrafn. „Mér finnst ólíklegt að þeir ætli að hanga á 32 manna stjórn í fjögur ár.“ Pawel sagði þá telja að slíkur meirihluti gæti vel gengið og vísaði til sveitarstjórna þar sem meirihlutinn er oft naumur. „Þetta þarf ákveðinn aga en það er ekki þannig að öll mál sem gangi í gengum þingið þurfi að njóta hreins og klárs stjórnarmeirihluta.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum.vísir/Anton Brink„Hvað aðgreinir ykkur?“ Þau þrjú ræddu einnig um hvernig flokkunum myndi ganga í þeim viðræðum sem nú standa yfir og hvort líkur væru á því að þau myndu ná saman. „Viðreisn var stofnuð um þessa Evrópusambandsaðild. Það er rauði þráðurinn í stefnumálum Viðreisnar. Ég yrð hissa ef þeir myndu gefa mikið eftir í þessum málaflokki. Þessir báðir flokkar hafa úttalað sig um ákveðnar kerfisbreytingar. Þetta er allt óljóst þegar þessir flokkar ætla sér að semja við Sjálfstæðisflokkinn sem er ekki mikið fyrir róttækar kerfisbreytingar. Það verður mjög áhugavert að sjá hversu langt þessir tveir flokkar geta gengið með sínar kröfur og hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn mun teygja sig,“ sagði Rósa Björk. Gunnar Hrafn velti því næst fyrir sér hver væri munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum enda margir fyrrverandi forvígismenn síðarnefnda flokksins meðlimir í þeim fyrrnefnda.Sjá einnig: „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“„Maður heyrði líka á frambjóðendum Viðreisnar að það væri enginn tilgangur með að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum því að þá myndi þessir tveir flokkar renna saman,“ sagði Gunnar Hrafn. „Svona pælingar eru talnaspeki,“ skaut Pawel inn í. „Það er líka hægt að segja að þáttaka í margflokka stjórn sé algjörlega vonlaust mál. Ég held ekki. Ég tel að margra flokka stjórn geti gengið og ég held líka að stjórn með tæpum meirihluta geti gengið. Það eru dæmi um að flokkar græði á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að þeir tapi á því.“ „Hvað aðgreinir ykkur, af hverju ætti maður að kjósa ykkur frekar en hitt?“ spurði Gunnar Hrafn þá Pawel. „Það er mjög einfalt að svara því. Víða í Evrópu eru flokkar á þeim stað í pólitísku litrófi sem eru frjálslyndir miðjuflokkar. Það hefur ekki verið svona flokkar á Íslandi lengi vel. Núna er þannig flokkur og ég gekk í Viðreisn vegna þess að þar er flokkur sem er mær mínum pólitísku hugsjónum en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er stóra aðgreininigin.“ „Það verður enn þá erfiðara að skerpa á því ef þið eruð saman í stjórn í fjögur ár,“ svaraði Gunnar Hrafn. „Það þarf ekki að vera,“ sagði Pawel að lokum.Fyrri hluta spjallsins má hlusta á hér að ofan en seinni hlutinn er hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tekist var um Evrópumálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 12. nóvember 2016 14:15 Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri „En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2016 19:12 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert að því að vera sár, ef maður er að mæta á stefnumót með einhverjum og reyna að ræða opinskátt um málin og viðkomandi var kannski að reyna að hitta einhvern annan á meðan,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson nýr þingmaður Pírata um ummæli þingmanna flokksins í garð Bjartrar framtíðar á dögunum. Hann ásamt, Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmanni VG og Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun þar sem meðal annars var rætt um stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hlusta má á fyrri hluta spjallsins í spilaranum hér að ofan en seinni hluta í spilaranum hér að neðan.Sjá einnig:Sótt að Óttari úr öllum áttumLíkt og Vísir hefur fjallað um virðast Píratar ekki vera hrifnir af þáttöku Bjartrar framtíðar í viðræðunum en flokkurinn var einn af þeim sem tók þátt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum með Pírötum, VG og Samfylkingunni fyrir kosningar.„Þetta er pínu særandi,“ skaut Rósa Björk inn í eftir ummæli Gunnars Hrafns sem sagðist þó skilja stöðu Bjartrar framtíðar að vilja ræða við Viðreisn og taldi hann líklegt að þær þreifingar hafi hafist á sama tíma og Björt framtíð ræddi við hina flokkana „Ég held reyndar að þetta sé beinlínis rangt,“ skaut Pawel þá inn í umræðuna. „Ég get fullyrt það hér að Björt framtíð og Viðreisn hafi ekkert rætt saman fyrr en eftir kosningar.“Sjá einnig: Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri„En, það var ýmislegt að gerast. Heiða var að færa sig yfir og margt sem benti til þess að það væri einhver hreyfing þarna,“ bætti Gunnar Hrafn þá við og vísaði til þess að Heiða Krístin Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar gekk til liðs við Viðreisn skömmu fyrir kosningar. Gangi þær stjórnarmyndunarviðræður eftir sem nú eru í gangi á milli flokkanna þriggja mun meirihluti á Alþingi vera með naumasta móti, 32 gegn 31 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Nýju þingmennirnir þrír ræddu einnig um hvaða áhrif það myndi hafa á þingstörf á næsta þingi. „Mér finnst hún líta veik út. Það eru ýmsar kenningar um hvað sé í gangi og þá hvort að Framsóknarflokkurinn eigi þá að koma inn á einhverjum tímapunkti,“ sagði Gunnar Hrafn. „Mér finnst ólíklegt að þeir ætli að hanga á 32 manna stjórn í fjögur ár.“ Pawel sagði þá telja að slíkur meirihluti gæti vel gengið og vísaði til sveitarstjórna þar sem meirihlutinn er oft naumur. „Þetta þarf ákveðinn aga en það er ekki þannig að öll mál sem gangi í gengum þingið þurfi að njóta hreins og klárs stjórnarmeirihluta.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum.vísir/Anton Brink„Hvað aðgreinir ykkur?“ Þau þrjú ræddu einnig um hvernig flokkunum myndi ganga í þeim viðræðum sem nú standa yfir og hvort líkur væru á því að þau myndu ná saman. „Viðreisn var stofnuð um þessa Evrópusambandsaðild. Það er rauði þráðurinn í stefnumálum Viðreisnar. Ég yrð hissa ef þeir myndu gefa mikið eftir í þessum málaflokki. Þessir báðir flokkar hafa úttalað sig um ákveðnar kerfisbreytingar. Þetta er allt óljóst þegar þessir flokkar ætla sér að semja við Sjálfstæðisflokkinn sem er ekki mikið fyrir róttækar kerfisbreytingar. Það verður mjög áhugavert að sjá hversu langt þessir tveir flokkar geta gengið með sínar kröfur og hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn mun teygja sig,“ sagði Rósa Björk. Gunnar Hrafn velti því næst fyrir sér hver væri munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum enda margir fyrrverandi forvígismenn síðarnefnda flokksins meðlimir í þeim fyrrnefnda.Sjá einnig: „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“„Maður heyrði líka á frambjóðendum Viðreisnar að það væri enginn tilgangur með að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum því að þá myndi þessir tveir flokkar renna saman,“ sagði Gunnar Hrafn. „Svona pælingar eru talnaspeki,“ skaut Pawel inn í. „Það er líka hægt að segja að þáttaka í margflokka stjórn sé algjörlega vonlaust mál. Ég held ekki. Ég tel að margra flokka stjórn geti gengið og ég held líka að stjórn með tæpum meirihluta geti gengið. Það eru dæmi um að flokkar græði á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að þeir tapi á því.“ „Hvað aðgreinir ykkur, af hverju ætti maður að kjósa ykkur frekar en hitt?“ spurði Gunnar Hrafn þá Pawel. „Það er mjög einfalt að svara því. Víða í Evrópu eru flokkar á þeim stað í pólitísku litrófi sem eru frjálslyndir miðjuflokkar. Það hefur ekki verið svona flokkar á Íslandi lengi vel. Núna er þannig flokkur og ég gekk í Viðreisn vegna þess að þar er flokkur sem er mær mínum pólitísku hugsjónum en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er stóra aðgreininigin.“ „Það verður enn þá erfiðara að skerpa á því ef þið eruð saman í stjórn í fjögur ár,“ svaraði Gunnar Hrafn. „Það þarf ekki að vera,“ sagði Pawel að lokum.Fyrri hluta spjallsins má hlusta á hér að ofan en seinni hlutinn er hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tekist var um Evrópumálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 12. nóvember 2016 14:15 Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri „En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2016 19:12 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
„Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tekist var um Evrópumálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 12. nóvember 2016 14:15
Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri „En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2016 19:12
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda